Hide

Problem I
Barcelona

/problems/iceland.barcelona/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af flickr.com
Arnar, Benni og Unnar voru á flugvellinum í Barcelona á leiðinni í keppnisforritunaræfingabúðir. Þegar flugvélin hafði lent fóru þeir úr henni og lögðu leið sína að farangursafhendingunni. Þegar þeir komu þangað var enginn farangur kominn á beltin. Eftir nokkrar mínútur byrjuðu töskurnar að tínast inn. Þegar Benni tók eftir því sagði hann hátt og snjallt: “Taskan mín er fyrst! Nei, hún er næstfyrst! Nei... hún er fjórða fyrst. Nei bíddu...”

Gefinn listi af töskunum og tölu sem táknar töskuna hans Benna, getur þú hjálpað Benna að finna hversu fyrst taskan hans er?

Inntak

Ein lína með tveimur heiltölum $n$ og $k$, fjöldi taska og taskan hans Benna. Það gildir ávallt að $1 \leq n \leq 10^5$ og $-10^9 \leq k \leq 10^9$. Næst kemur ein lína með $n$ heiltölum aðskildar með bili, $a_1, a_2, \dotsc , a_ n$. Fyrir hvert $1 \leq i \leq n$ gildir að $-10^9 \leq a_ i \leq 10^9$. Engar tvær töskur eru táknaðar með sömu tölu og taskan hans Benna kemur alltaf fyrir í listanum.

Úttak

Skrifaðu út eina línu. Ef taskan hans Benna er fyrst skal skrifa út fyrst, ef hún er næstfyrst skal skrifa út naestfyrst. Annars skal skrifa út eina tölu sem segir hversu fyrst taskan hans er og svo orðið fyrst á eftir tölunni.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

10

$1 \leq n \leq 100$

2

90

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
8 0
0 -1 2 -3 4 -5 6 -7
fyrst
Sample Input 2 Sample Output 2
5 42
1337 42 -6 9 420
naestfyrst
Sample Input 3 Sample Output 3
7 7
1 2 3 4 5 6 7
7 fyrst

Please log in to submit a solution to this problem

Log in