Hide

Problem F
Elo

/problems/iceland.elo/file/statement/is/img-0001.jpg
Arnar er hrikalegur League of Legends spilari og langar að verða betri. Hver einasti spilari í League of Legends hefur Elo einkunn sem táknar hversu góður hann er, því hærra því betra. Arnar hefur Eloið $x$ en vill reyna að hækka það sem mest.

Spilarar í League of Legends mega ekki spila á móti hverjum sem er, þeir geta aðeins spilað á móti spilara sem eru með um það bil sama Elo. Arnar hefur því búið til lista af $n$ spilurum, þar sem Arnar má spila á móti $i$-ta spilaranum bara ef Eloið hans Arnars er á bilinu $[L_ i, R_ i]$. Í hvert skipti sem Arnar spilar á móti spilara $i$ mun Eloið hans hækka um $a_ i$, enda veit hann að hann getur unnið alla þessa spilara.

Arnar má spila á móti sama spilara eins oft og hann vill svo lengi sem Eloið hans Arnars sé á bilinu $[L_ i,R_ i]$.

Gefnar upplýsingar um alla spilara, hvað er hæsta mögulega Elo sem Arnar getur náð?

Inntak

Fyrsta línan inniheldur tvær heiltölur $1 \le n \le 1\, 000$, fjöldi spilara, og $1 \le x \le 5\, 000$, Eloið hans Arnars í upphafi. Næstu $n$ línur innihalda þrjár heiltölur $1 \le L_ i \le R_ i \le 5\, 000$, $1 \le a_ i \le 500$.

Úttak

Skrifaðu út eina heiltölu, hæsta Elo sem Arnar getur náð.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

50

$a_ i$ er sama fyrir öll $i$

2

50

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
3 10
10 15 3
10 13 2
10 11 1
18
Sample Input 2 Sample Output 2
4 10
10 11 5
15 16 5
20 21 30
49 49 100
50

Please log in to submit a solution to this problem

Log in