Problem N
Mætingarlisti

Mætingarlisti er látinn ganga um skólastofu þar sem hver nemandi skráir nafnið sitt einu sinni fyrir neðan síðasta nafn (fyrsta manneskjan skrifar nafnið sitt efst). Stofan samantendur af $r$ röðum þar sem hver röð er með $c$ stóla. Vitað er að stofan er fullsetin. Verkefni þitt er að skrifa forrit sem segir til um hvort mætingarlistinn var látinn ganga frá vinstri til hægri eða öfugt, fyrir hverja röð í skólastofunni.
Athugið að hver röð lét listann ganga annaðhvort frá vinstri til hægri eða öfugt, það er ekki möguleiki á neinu öðru.
Inntak
Fyrsta línan í inntakinu inniheldur þrjár heiltölur $4 \leq n \leq 10^5$, $r$, og $c$, þar sem $n = r \cdot c$. Síðan koma $r$ línur, hver lína með $c$ nöfnum, þar sem hver lína táknar eina röð af nemendum. Síðan fylgja $n$ línur, hver lína með einu nafni, sem táknar mætingarlistann.
Hvert nafn er $2$ til $20$ enskir lágstafir að lengd, og $c \geq 2$.
Úttak
Út skal prenta $r$ línur, þar sem lína $i$ er annaðhvort left ef að mætingarlistinn var látinn ganga frá vinstri til hægri í röð $i$, en right annars.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
10 |
$4 \leq n \leq 50$ |
2 |
90 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
6 2 3 benni arnar unnar bjarki atli hannes benni arnar unnar hannes atli bjarki |
left right |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
4 2 2 patryk anna karl unnsteinn patryk anna karl unnsteinn |
left left |