Problem B
Blaðra
Languages
en
is
Í Forritunarkeppni Framhaldsskólanna fá öll lið blöðru fyrir hvert dæmi sem þau leysa, en blöðrurnar eru í mismunandi litum eftir því hvaða dæmi var leyst.
Í ár verða $k$ dæmi. Því þarf að ráða $k$ starfsmenn til að blása blöðrur. Hver starfsmaður mun blása eina blöðru fyrir hvert lið sem leysir dæmið hans.
Hannes var einn af þeim sem var ráðinn til að blása blöðrur í ár og mikið þurfti hann að blása því svo margir leystu dæmið hans. Þetta finnst honum ósanngjarnt þar sem hann var á sömu launum og allir hinir starfsmennirnir.
Eftir keppnina pælir Hannes:
Hvaða dæmi hefði ég getað fengið þannig ég hefði þurft að blása sem minnst?
Getur þú svarað þessari spurningu fyrir Hannes?
Inntak
Fyrsta lína inniheldur tvær heiltölur $1 \le k,q \le 10^5$, þar sem $k$ táknar fjölda dæma og $q$ táknar hversu mörg dæmi voru leyst í heildina. Næst fylgja $q$ línur, hver með tvær heiltölur $1 \le a_ i \le 10^5, 1 \le b_ i \le k$ sem táknar að lið númer $a_ i$ leysti dæmi $b_ i$. Ekkert lið leysir sama dæmi oftar en einu sinni.
Úttak
Skrifaðu út eina heiltölu, minnsta fjölda blaðra sem Hannes hefði þurft að blása.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
50 |
$1 \le k,q,a_ i \le 100$ |
2 |
50 |
Engar frekari takmarkanir |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
2 3 1 1 2 1 3 2 |
1 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
3 5 1 1 2 1 3 1 4 1 5 2 |
0 |